Jón Eggertsson

ID: 3981
Fæðingarár : 1865
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1932

Jón Eggertsson fæddist í Mýrasýslu 20. ágúst, 1865. Dáinn 12. febrúar, 1932 í Manitoba.

Maki: Guðrún Þorbergsdóttir (Fjeldsted) f. 1875 í Hnappadalssýslu, d. 10. ágúst, 1942.

Börn: 1. Ingiríður 2. Helga 3. Lilja 4. Eggert 5. Kristín 6. Lára.

Jón fór vestur um haf með foreldrum sínum til Winnipeg í Manitoba árið 1887. Guðrún fór vestur þangað sama ár með sínum foreldrum. Jón var með foreldrum sínum í Nýja Íslandi, Winnipeg í sex ár og loks til Narrows. Þegar faðir hans (Eggert Jónsson) lést þar 1897 fór hann að svipast um eftir betra landi og 1899 flutti hann í Árdalsbyggð. Hann nam land þar árið 1900 þar sem hann bjó til ársins 1906 en þá flutti hann til Winnipeg. Hann bjó þar í tólf ár en flutti þá aftur á land sitt í Álftárdalsbyggð og bjó þar síðan.