Jón Eiríksson

ID: 19164
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Mýrasýsla

Á uppdrættinum sést nafnið Einarson efst. Þetta mun hafa verið Guðmundur Einarsson sem nam land þar árið 1901. Hann var ættaður úr Þistilfirði. Fyrir neðan sést að Jón Eiríksson nemur land árið 1902. Synir Jóns, Sigurður og Einar nema síðan báðir lönd í sömu byggð árið 1915.

Jón Eiríksson fæddist í Mýrasýslu árið 1864.

Maki: Elín Þorsteinsdóttir f. árið 1856 í Rangárvallasýslu, d. í Lundarbyggð 11. janúar, 1944.

Börn: 1. Sigurður Jón d. 1918 2. Einar 3. Svanborg 4. Solveig d. í Quebec 1900.

Árið 1890 eru Jón og Elín vinnuhjú í Knarrarnesi í Mýrasýslu. Síðasta áratug 19. aldar fæðast þeim fjögur ofanskráð börn sem þau taka með sér vestur um haf árið 1900. Við komuna til Kanada deyr Solveig en hjónin halda áfram vestur í Lundarbyggð í Manitoba og nema land nærri Otto árið 1902. Bjuggu þar lengstum.

.