Jón Eyjólfsson

ID: 14250
Fæðingarár : 1856
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1947

 

Guðrún og Jón Eyjólfsson Mynd WtW

Jón Eyjólfsson fæddist í N. Múlasýslu 29. september, 1856. Dáinn í Manitoba 24. október, 1947.

Maki: Guðrún Guðmundsdóttir f. 23. maí, 1869 í S. Múlasýslu, d. 12. janúar, 1960.

Börn: 1. Margrét f.12. janúar, 1890 2. Guðmundur Finnbogi f. 1893, d. 1977 3. Lukka Björg f. 1895 4. Óskar Franklín f. 1897, d. 1968 5. Guðlaug María f. 1898 6. Haraldur Sigurjón f. 1907.

Jón flutti vestur með foreldrum sínum árið 1878 og settust þau að í Nýja Íslandi. Þaðan flutti Jón um 1880 og nam land í Parkbyggð í N. Dakota. Þar bjó hann í 15 ár en flutti þaðan norður til Westbourne í Manitoba og þaðan í Voga við norðanvert Manitobavatn. Þar bjuggu þau í fjögur ár en fluttu svo þaðan árið 1909 í Lundarbyggð.