
Jón Friðfinnsson Mynd VÍÆ IV
Jón Friðfinnsson: Fæddur 16. ágúst 1865 á Þorvaldsstöðum í Breiðdal í S. Múlasýslu. Dáinn 16. desember, 1936 í Winnipeg.
Maki: 22. nóvember, 1887 Anna Sigríður Jónsdóttir f. 14. júní, 1867 í Eyjafjarðarsýslu, d. 27. ágúst 1940.
Börn: 1. Friðfinnur (Fred) f. 28. desember, 1888 2. Vilhjálmur (William) f. 7. janúar, 1890 3. Jónína Lilja f. 6. október, 1892 4. Halldóra f. 26. október, 1893 5. Emilía (Emily) f. 26. nóvember, 1894 6. Friðsteinn f. 29. apríl, 1896, d. 2. júní, 1927 7. Kristján (Chris) f. 11. júní, 1898, d. 10. nóvember, 1938 8. Wolfgang (Walter) f. 6. mars, 1902.
Jón fór vestur með foreldrum sínum árið 1876. Bjó hjá þeim í Nýja Íslandi og flutti með þeim í Argylebyggð árið 1882. Tók sjálfur land í Argylebyggð árið 1886. Anna flutti vestur árið 1882 með móður sinni, ekkjunni Lilju Ólafsdóttur. Þau flutti þaðan til Winnipeg árið 1903.
