Jón G Sigurgeirsson

ID: 20635
Fæðingarár : 1865
Dánarár : 1951

Jón G Sigurgeirsson Mynd VÍÆ IV

Sigurlín Halldórsdóttir Mynd VÍÆ IV

Jón Gunnlaugur Sigurgeirsson fæddist í Grund í Eyjafirði 23. desember, 1865. Dáinn í Mikley 22. nóvember, 1951.

Maki: Sigurlín Halldórsdóttir f. 28. október, 1879, d. 16. janúar, 1921 í Mikley.

Börn: 1. Doreen Sigurlín f. 10. janúar, 1935 2. Dawne Lillian f. 10. janúar, 1935, tvíburi 3.Caroline Ólöf Daphne f. 27. desember, 1943.

Jón og bróðir hans, Bogi, fluttu vestur um haf árið 1889. Móðir þeirra Ingibjörg Jónsdóttir fór vestur árið áður með fimm systkini hans. Jón settist að í Mikley og bjó þar alla tíð. Foreldrar Sigurlínar voru Halldór Halldórsson og Guðrún Guðmundsdóttir í Hlíðarhúsum í Mikley.