Jón Gíslason fæddist 20. nóvember, 1883 í S. Múlasýslu. Dáinn árið 1938 í Foam Lake í Vatnabyggð. Breiðdal vestra.
Maki: 26. febrúar, 1910 Kristín Sigurðardóttir f. í Eyjafjarðarsýslu 17. júlí, 1889.
Börn: 1. Josephine f. 6. júní, 1912 2. Stefán Albert f. 7. desember, 1913 3. Ella May f. 18. september, 1915 4. Edwin Freeman f. 11. febrúar, 1917 5. Franklin f. 9. mars, 1918 6. Victor f. 7. júlí, 1924.
Jón flutti vestur til N. Dakota árið 1887 með foreldrum sínum, Gísla Jónssyni og Kristínu Björnsdóttur. Þau settust að í Akrabyggð. Jón flutti með föður sínum í Vatnabyggð og nam land nærri Foam Lake. Bjó þar alla tíð. Kristín flutti vestur árið 1890 með foreldrum sínum, Sigurði Stefánssyni og Jósefínu Guðmundsdóttur. Þau settust að í Garðarbyggð í N. Dakota, fluttu þaðan norður til Winnipegosis í Manitoba og loks í Vatnabyggð árið 1905. Þar námu þau land nærri Foam Lake.
