ID: 19319
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : Árnessýsla
Dánarár : 1932
Jón Gíslason fæddist 14. maí, 1861 í Árnessýslu. Dáinn í Manitoba 25. september, 1932.
Maki: Guðlaug Níelsdóttir f. 3. júní, 1863
Börn: 1. Lena 2. Ellen.
Jón lærði járnsmíði í Reykjavík og fékk sveinsbréf árið 1884. Flutti vestur til Winnipeg í Manitoba ári seinna og settist þar að. Hann var þar meira og minna næstu 11 árin en flutti þaðan vestur til Lethbridge í Alberta. Kom aftur til Manitoba árið 1896 og settist að í Glenboro. Þar keypti hann járnsmíðaverkstæði af Sveini Björnssyni og vann við járnsmíði þar til æviloka. Guðlaug fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887.
