ID: 3964
Fæðingarár : 1871
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1956

Jón Gíslason og Jónína Sigríður Mynd Dalamenn

Hús Jóns í Þingvallabyggð, reist 1911. Mynd TSI.
Jón Gíslason fæddist 1. ágúst, 1871 í Dalasýslu. Dáinn í Vancouver 4. maí, 1956.
Maki: 1896 Jónína Sigríður Kristjánsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu 6. janúar, 1872, dáin 19. september, 1939.
Börn: 1. Gísli 2. Marinó Aðalsteinn 3. Sigurlín Ingveldur.
Jón fór vestur árið 1891 til Winnipeg í Manitoba. Bjó þar til ársins 1903 en þá fluttu þau í Þingvallabyggð í Saskatchewan. Fluttu seinna vestur að Kyrrahafi. Jónína fór vestur með foreldrum sínum, Kristjáni Sigurðssyni og Ingveldi Bjarnadóttur árið 1875.
