ID: 19779
Fæðingarár : 1889
Fæðingarstaður : Minnesota
Dánarár : 1954

Jón Guðjónsson Mynd Einkasafn
Jón Guðjónsson fæddist í Yellow Medicine sýslu í Minnesota 2. janúar, 1889. Dáinn í Minneota 16. nóvember, 1954. John Stone í Minnesota.
Ókvæntur og barnlaus.
Jón var sonur Guðjóns Þorsteinssonar og Margrétar Jónsdóttur landnema í Swede Prairie í Yellow Medicine sýslu í Minnesota. Þar ólst hann upp og stundaði búskap. Flutti svo til Minneota þegar hann hætti búskap, þar sem hann bjó með bróður sínum, Marvin og systur sinni, Sigríði.
