Jón Guðmundsson

ID: 15060
Fæðingarár : 1844
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla

Jón Guðmundsson Mynd SÍND

Þorbjörg Sveinsdóttir Mynd SÍND

Jón Guðmundsson fæddist 26. febrúar, 1844 í S. Múlasýslu.

Maki: 1891 Þorbjörg Sveinsdóttir f. 1851 í Borgarfjarðarsýslu.

Börn: 1. Stefán d. 28. janúar, 1919 2. Sveinbjörn. Þorbjörg átti tvær dætur af fyrra hjónabandi 1. Guðrún f. 1878, d. 12. mars, 1901 2. Helga f. 1882.

Jón fór vestur árið 1881 með fólkinu frá Kelduskógum og settist að í Fjallabyggð í N. Dakota. Þorbjörg fór vestur árið 1887 og fór til bróður síns, Björns sem bjó nálægt Hallsson í N. Dakota.  Árið 1909 fluttu þau vestur í Vatnabyggðir í Saskatchewan og settust að nærri Wynyard.