ID: 15319
Fæðingarár : 1863
Fæðingarstaður : Skagafjarðarsýsla
Dánarár : 1950
Jón Guðmundsson: Fæddur í Skagafjarðarsýslu 1863. Dáinn 8. maí, 1950 í Geysirbyggð.
Maki: 1889 Guðrún Símonardóttir f. í Skagafjarðarsýslu 17. júní, 1857, d. 2. júní, 1938.
Börn: 1. Jónína Guðrún 2. Sigmundur 3. Símon Sveinn.
Jón fór vestur 1883 til Winnipeg en Guðrún var við nám í Kaupmannahöfn þar sem hún lærði matreiðslu. Hún fór vestur 1889 til Jóns í Hensel þar sem foreldrar hans, Guðmundur Gíslason og Sigríður Símonardóttir bjuggu. Jón og Guðrún tóku land í Geysirbyggð árið 1902 en bjuggu þar aldrei heldur voru í Hvammi þar sem foreldrar Jóns bjuggu.
