
Víðivellir í Fljótsbyggð Mynd HILW
Jón Guttormsson fæddist árið 1842 í S. Múlasýslu. Dáinn í Fljótsbyggð í Nýja Íslandi 5. febrúar, 1895.
Maki: 1) Pálína Ketilsdóttir f. 1849 í N. Múlasýslu, d. 1886 í Nýja Íslandi 2)1889 Snjólaug Guðmundsdóttir f. 1846 í S. Múlasýslu, d. á Gimli 6. júní, 1942.
Börn: Með Pálínu: 1. Vigfús f. 16. nóvember, 1874, d. 17. janúar, 1964 í Lundar í Manitoba 2. Guttormur f. 21. nóvember, 1878.
Jón og Pálína fóru vestur til Ontario með Vigfús ekki ársgamlan árið 1875. Dvöldu þar áður en þau fluttu vestur til Nýja Íslands með fyrstu landnemunum í nýrri nýlendu. Bjuggu á Gimli rúmt ár en fluttu svo norður í Fljótsbyggð, námu þar land og nefndu Víðivelli. Bjuggu þar alla tíð. Snjólaug dvaldi einhvern tíma í Danmörku áður en hún flutti vestur um haf.
