ID: 2400
Fæðingarár : 1846
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1943

Jón Jónsson (minni) ásamt syni sínum og nafna. Mynd WtW
Jón Jónsson fæddist í Mýrasýslu 1. febrúar, 1846. Dáinn í Manitoba 1. júlí, 1943.
Maki: 1871 Sigríður Jónsdóttir f. 1845 í Mýrasýslu.
Börn: 1. Þorbjörg f. 1872 2. Jón f. 1873 3. Kristín f. 1876 4. Helga f. 1878 5. Stefanía 6. Ólafía.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1878 og fóru út í Mikley í Nýja Íslandi. Þar bjuggu þau í 24 ár en fluttu árið 1902 í Lundarbyggð. Þar gerðist Jón póstmaður sem hann nefndi Hof en það var afbakað í Hove. Í vesturíslenskum heimildum er Hove nafnið talsvert notað um sveitina þar sem Jón bjó.
