ID: 18861
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : N. Múlasýsla
Jón Jónsson fæddist 25. desember, 1878 í N. Múlasýslu. Hann var þekktur sem Jón Austmann meðan hann bjó í Glenboro.
Maki: 29. apríl, 1908 Lilja Einarsdóttir f. vestra.
Börn: 1. Kristín Soffía 2. Einar Jón 3. Haraldur Albert.
Jón fór vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1888 með foreldrum sínum, Jóni Jónssyni og Kristínu Maríu Björnsdóttur og systkinum. Þau fóru til Brandon og bjuggu þar. Hann var um skeið í Argylebyggð og Glenboro en flutti vestur til Vancouver með fjölskyldu sinni árið 1903. Hann vann þar í borg í tvö ár, flutti þá suður til Blaine og kynntist Lilju þar.
