Jón Jónsson

ID: 3954
Fæðingarár : 1868
Fæðingarstaður : Mýrasýsla
Dánarár : 1907

Jón Jónsson og Ingveldur Guðnadóttir með Guðna litla Mynd WtW

Jón Jónsson fæddist í Mýrasýslu árið 1868. Dáinn í Lundarbyggð 1907. Myrdal vestra.

Maki: Ingveldur Guðnadóttir f. 19. apríl, 1869, d. 11. desember, 1949.

Börn: 1. Guðni f. 11. október, 1894 2. Guðný f. 1897, d. 1900 3. Kristján Jens f. 1900, d. 1945.

Jón og Ingveldur voru samferða vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1893 ásamt bræðrum hennar, Guðmundi og Friðjóni. Þar gengu þau í hjónaband og eignuðust börn sín þrjú. Árið 1903 fluttu þau í Lundarbyggð. Ingveldur giftist Jóni nokkrum Jóhannessyni árið 1916.