Jón Kristjánsson

ID: 19381
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1878
Fæðingarstaður : Nýja Ísland

Jón Gunnlaugur Kristjánsson og Margrét Tryggvadóttir Mynd RbQ

Jón Gunnlaugur Kristjánsson fæddist í Nýja Íslandi 9. maí, 1880.

Maki: Margrét Kristín Anna f. í N. Dakota. Hún var dóttir Tryggva Ingimundarsonar, þess sem vestur flutti árið 1876 og settist að í N. Dakota árið 1881.

Börn: 1. Svanfríður 2. Kristín 3. Nanna Kristbjörg 4. Yvonne 5. Isobel 6. Leslie 7. Sigurjón Gunnlaugur.

Jón var trúlega innan við ársgamall þegar foreldrar hans, Kristján Kristjánsson og Svanfríður Jónsdóttir yfirgefa Nýja Ísland snemma vors 1879. Heimild segir að þau hafi dregið ungbarn sitt, nesti og farangur á sleða úr nýlendunni til Winnipeg. Efnahagur þeirra dugði ekki fyrir fargaldi með lest þaðan suður til Pembina nyrst í N. Dakota. Þá leið gengu þau líka og námu land rétt hjá þorpinu. Jón ólst svo upp í Mountain en þaðan fluttu þau árið 1906 í Vatnabyggð í Saskatchewan. Þar námu þau land í Wynyardbyggð.