Jón Ó Sigurðsson

ID: 19812
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1902
Fæðingarstaður : Mountain
Dánarár : 1972

Jón Ó Sigurðsson Mynd VÍÆ III

Jón Ó Sigurðsson fæddist 28. desember 1902 í Mountain í N. Dakota. Dáinn í Wynyard, Saskatchewan árið 1972. John O Solvason vestra.

Ókvæntur og barnlaus.

Jón var sonur Sigurðar Sölvasonar úr Skagafjarðarsýslu og konu hans, Jóhönnu Stefánsdóttur. Þau fluttu vestur árið 1899 og settust að í Mountain, í N. Dakota. Þaðan fluttu þau norður í Vatnabyggð árið 1905 og settust að nærri Wynyard. Þar bjó Jón hjá þeim alla tíð meðan þau lifðu.