
Jón Ólafsson Mynd VÍÆ IV
Jón Ólafsson fæddist í Borgarfjarðarsýslu 17. júlí, 1865. Dáinn í Leslie í Vatnabyggð 1. ágúst, 1955.
Maki: 18. október, 1892 Sigríður Jónsdóttir f. í Borgarfjarðarsýslu 28. júní, 1865, d. í Vatnabyggð 23. apríl, 1957.
Börn: 1. Guðmundur Tryggvi f. 13. nóvember, 1893, d. í desember sama ár 2. Ólafur Ágúst f. 1. ágúst, 1895, d. 11. maí, 1966 3. Albert f. 19. júlí, 1897, d. 1909 4. Þorsteinn (Stony) f. 28. júní, 1899 5. Sigurbjörg Lilja f. 21. september, 1901 6. Þuríður Sigurrós f. 8. febrúar, 1904 7. Albertína Guðrún f. 23. apríl, 1909 8. Guðbjörg Sigríður f. 6. febrúar, 1912.
Þau fluttu vestur til Winnipeg árið 1893 þar sem Jón hóf fljótlega verslunarrekstur og rak eigin verslun til ársins 1911. Flutti til Leslie í Vatnabyggð þar sem hann opnaði aðra verslun. Þar bjuggu þau alla tíð.
