ID: 14600
Fæðingarár : 1862
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1936

Jón Sigfússon Mynd WtW

Anna Kristjánsdóttir Mynd WtW
Jón Sigfússon fæddist í S. Múlasýslu 2. október, 1862. Dáinn 5. ágúst, 1936 í Lundarbyggð. John Sigfusson vestra.
Maki: 1884 Anna Sofía Kristjánsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu 28. nóvember, 1854, d. 22. febrúar, 1944.
Börn: 1. Kristjana d. 24. febrúar, 1922 2. Júlíana f. 3. júlí, 1887, d. 1. maí, 1957 3. Skúli f. 22. janúar, 1889 4. Jóhanna 5. Ólöf.
Jón Sigfússon fór vestur um haf til Winnipeg í Manitoba árið 1883. Hann notaði næstu árin til að skoða sig um og kanna ýmsa möguleika. Hann nam svo land í Lundarbyggð, nærri Grunnavatni árið 1887 og telst vera fyrsti landnemi byggðarinnar. Þau bjuggu alla tíð í Lundarbyggð.

Hús Jóns og Önnu byggt 1914 rétt austur af Lundar Mynd WtW
