ID: 5220
Fæðingarár : 1875
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1941
Jón Tryggvi Jónsson fæddist í Húnavatnssýslu 14. júní, 1875. Bergman vestra. Dáinn í Alberta árið 1941.
Ókvæntur og barnlaus.
Jón lærði söðla- og skósmíði á Íslandi áður en hann flutti vestur til Winnipeg árið 1900. Þar vann hann verkamannavinnu fyrsta árið en fór í gulleit til Klondyke árið 1901 og hafði nokkuð upp úr krafsinu. Fór þaðan aftur til Íslands og var þar tvö ár áður en hann sneri til baka til Winnipeg. Bjó síðustu árin í Alberta. Réðst þá í húsbyggingar á eigin reikning og hagnaðist vel, vann við það bæði í Winnipeg en seinna í Medicine Hat í Alberta þar sem hann lést.
