Jón Th Bíldfell

ID: 16429
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891

Jón Þorsteinn Gíslason fæddist í Þingvallabyggð í Saskatchewan 18. desember, 1891. Jón Th. Bíldfell vestra.

Maki: Guðrún Torfadóttir f. 25. apríl, 1892 í N. Múlasýslu.

Börn: 1. Gísli f. 19. september, 1916 2. Jóhann Torfi f. 18. júlí, 1918 3. Valgerður f. 20. júlí, 1920 4. Ögmundur Jón f. 19. nóvember, 1922 5. Albert f. 19. ágúst, 1924 6. Kristinn Jón f. 6. nóvember, 1926 7. Ólafur f. 18. mars, 1929 8. Lawrence f. 18. febrúar, 1931 9. Stefan Clarence f. 21. febrúar, 1933 10. Marvin f. 1. ágúst, 1935.

Jón var sonur Gísla Jónssonar og Valgerðar Eiríksdóttur landnema í Foam Lake í Saskatchewan. Afi Jóns var Jón Ögmundsson frá Bíldsfelli í Árnessýslu, sem vestur fór með konu og börn árið 1887. Jón Ögmundsson tók upp föðurnafnið Bíldfell vestra. Jón Þorsteinn flutti með foreldrum sínum til Fishing Lake í Vatnabyggð árið 1892 og þaðan á land nærri Foam Lake 1894. Hann tók við búskapnum af Gísla, föður sínum árið 1929.