Jón Þorvaldur Eiríksson fæddist í Glenboro í Manitoba 5. apríl, 1897. Sumarliðason vestra.
Maki: 12. desember, 1925 Guðrún Bjarnadóttir f. 1896 á Íslandi.
Börn: 1. Joyce f. 21. janúar, 1927 2. Kristján f. 28. september, 1931.
Jón var sonur Eiríks Sumarliðasonar og Þorbjargar Jónsdóttur. Hann ólst upp í foreldrahúsum og lauk miðskólaprófi. Gekk í kanadíska herinn í febrúar, 1916 og barðist í Frakklandi í tæp tvö ár, sýktist af eiturgasi í maí 1918 og lá lengi á sjúkrahúsi í Frakklandi. Kom aftur til Manitoba 1919, vann ýmis störf í Saskatchewan áður en hann varð rakari í Vancouver. Guðrún var fædd í Skagafjarðarsýslu, dóttir Bjarna Árnasonar og Ástríðar Sigurðardóttur sem vestur fluttu með börn sín þrjú árið 1900. Guðrún vann í verslun í Elfros í Saskatchewan þegar hún kynntist Jóni.
