
Jón Þórðarson Mynd SÍND

Rósa Jónsdóttir Mynd SÍND
Jón Þórðarson fæddist í Eyjafjarðarsýslu árið 1845. Dáinn í N. Dakota 11. maí, 1911. Thordarson vestra.
Maki: Rósa Jónsdóttir f. í Eyjafjarðarsýslu árið 1844, d. 1937.
Börn: 1. Ingibjörg (Emma) f. á Íslandi 12. júlí, 1874, d. í Portland 8. maí, 1963 2. Jón f. í Milwaukee 1875 3. Franklin f. í gluggalausum bjálkakofa árið 1878 í Pembinabyggð í N. Dakota 4. Ólöf f. í Garðarbyggð árið 1884 5. Kristín f. í Garðarbyggð. Þau misstu tvö börn fárra ára og Kristín dó ung.
Jón og Rósa fóru vestur um haf 1873 til Ontario í Kanada. Þaðan lá svo leiðin til Milwaukee í Wisconsin þar sem þau bjuggu í fjögur ár. Þau fóru til Winnipeg í Manitoba árið 1877 og voru þar í rúmt ár en fluttu þá suður til Pembina í N. Dakota og námu þar land utan við bæinn. Þar voru þau í nokkur ár en 1882 fluttu þau í Garðarbyggð mitt á milli þorpanna Garðar og Mountain.
