ID: 20253
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1923
Dánarár : 1957
Jón Thorlacius fæddist 26. janúar, 1923 í Vatnabyggð. Dáinn 18. febrúar, 1957.
Maki: 1946 Lillian Thorsteinson fædd í Vatnabyggð 19. september, 1924.
Börn: 1. Barbara 2. Bonnie 3. Lonna 4. Lois. Þær síðastnefndu voru tvíburar.
Jón var sonur Péturs Thorlacius og Guðrúnar Margrétar Jónsdóttur landnema í Vatnabyggð. Foreldrar Lillian voru Pétur Steingrímsson og Elizabeth Readman, í Vatnabyggð. Pétur fór með foreldrum sínum, Steingrími Þorsteinssyni og Petrínu Guðmundsdóttur vestur um haf árið 1893. Jón og Lillian bjuggu nærri Kandahar í Vatnabnyggð og voru bændur. Auk þess tók Jón að sér flutninga búpenings úr nokkrum sveitum Vatnabyggða til Winnipeg um árabil.