Jón Þorsteinsson: Fæddur í Dalasýslu 1. september, 1877. Dáinn 17. september, 1939.
Maki: Guðrún Rósamunda Gunnarsdóttir (Rósa), dóttir Gunnars Guðmundssonar landnema í Framnesbyggð, f. 4. febrúar,1889 í Skagafjarðarsýslu.. Dáin 1962 í Riverton.
Börn: 1. Gunnsteinn Valdimar f. 27. mars, 1909 2. Kjartan Sveinn f. 17. júní, 1910 3. Kristján Guðmundur f. 1. júlí, 1911 4. Jóhann Karl f. 23. maí, 1913..
Jón fór vestur með foreldrum sínum árið 1878 og ólst upp í Mikley. Hann flutti með móður sinni til Keewatin í Ontario eftir lát föður síns 1897 og eftir nokkurra ára búsetu þar nam hann land í Árdalsbyggð árið 1902. Jón og Rósa bjuggu þar til ársins 1914, fóru þá út í Mikley og eftir einhvern tíma þar sneru þau aftur í Árdalsbyggð. Þau fluttu til Selkirk, þaðan til Keewatin og loks til Riverton árið 1932.
