Jón Þorvarðarson

ID: 1588
Fæðingarár : 1871
Fæðingarstaður : S. Múlasýsla
Dánarár : 1966

Jón Þorvarðarsón fæddist í S. Múlasýslu 5. júlí, 1871. Dáinn í Riverton í Manitoba 12. júní, 1966.

Maki: 30. apríl, 1899 Ingidóra Sveinsdóttir f. 20. október, 1859, d. 15. febrúar, 1926 í Nýja Íslandi.

Börn: 1. Sveinbjörg f. 11. apríl, 1897 2. Valdimar f. 5. júlí, 1899 3. Tryggvi f. 14. september, 1901. Þau ólu upp Kristján Þórð Ástvin Johnson, son Kristjáns og Guðrúnar Johnson sem bjuggu í Winnipeg.

Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1903 og fóru í þorpið sem seinna varð Riverton. Þaðan lá svo leiðin í Ísafoldarbyggð árið 1908 og bjuggu þau þar sem kallað var Heytangi eða Hay Point á ensku. Varð það viðkomustaður margra sem ferðuðust um á vatninu. Jón flutti hús sitt til Riverton árið 1940 og bjó þar.