Jón V Baldvinsson

ID: 16373
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1884
Fæðingarstaður : Hnausabyggð
Dánarár : 1965

Jón Vilsteinn Baldvinsson fæddist í Hnausabyggð 30. nóvember, 1884. Dáinn í Nýja Íslandi 8. nóvember, 1965.

Maki: 8. júní, 1910 Kristín Kristjónsdóttir f. 12. október, 1888.

Barnlaus.

Jón Vilsteinn var sonur Baldvins Jónssonar og Arnfríðar Jónsdóttur og bjó alla tíð í Hnausabyggð. Þar stundaði hann búskap og fiskveiðar og tók mikinn þátt í félagsmálum. Kristín Kristjónsdóttir var dóttir Kristjáns Finnssonar og Þórunnar Björgu Eiríksdóttur á Snæfellsnesi. Jón bjó alla tíð í Kirkjubæ á Hnausum í Nýja Íslandi þar sem hann lengi stundaði fiskveiðar og var með búskap. Var virkur í samfélagsmálum, sat í safnaðarnefnd og var stjórnarmaður í samvinnufélagi smjörframleiðenda á Hnausum.