Jóna Benediktsdóttir

ID: 4613
Fæðingarár : 1864
Fæðingarstaður : Ísafjarðarsýsla
Dánarár : 1942

Jóna Benediktsdóttir f. í Ísafjarðarsýslu 26. júlí, 1864. Dáin á Íslandi 21. desember, 1942.

Maki: Gestur Björnsson f. í Dalasýslu 14. febrúar árið 1860, drukknaði í Manitobavatni 30. júní, 1894.

Börn: 1. Benedikt 2. Halldóra 3. Björn 4. Gestur Oddfinnur.

Fjölskyldan fór vestur árið 1892 og fór í Argylebyggð. Ílentist ekki lengi þar og flutti loks þaðan norður að Manitobavatni. Þar drukknaði Gestur skömmu síðar og flutti Jóna þá heim til Íslands.  Benedikt og Björn urðu eftir vestra, Björn var tekinn í fóstur og tók föðurnafn fósturforeldra og skrifaði sig Christiansson.