Jóna Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Álftavatnsbyggð í Manitoba 1. júní, 1902.
Maki: Guðni Jónsson fæddist f. 11. október, 1894 í Winnipeg. Mýrdal vestra.
Börn: 1. Guðmundur f. í Lundar 8. apríl, 1923 2. Jón Guðni f. 1927, d. 1961 3. Margrét Ethel f. 1929 4. Þorvaldur (Thorvaldur) f. 1930 5. Dorothy f. 1939.
Jóna Guðrún var dóttir Guðmyndar Guðmundssonar og Mekkíng Jónsdóttur landnema í Álftavatnsbyggð árið 1894. Guðni var sonur Jóns Jónssonar Mýrdal og Ingveldar Guðnadóttur, sem vestur fluttu árið 1893 og námu land í Grunnavatnsbyggð í Manitoba árið 1903. Guðni var snemma áhugasamur um hvers kyns vélar, fékk ungur vinnu á bílaverkstæði Helga Sveinssonar í Lundar. Guðni kvæntist árið 1922 og tveimur árum seinna fluttu hjónin með ársgamlan son til Chicago. Þar fékk hann vinnu hjá Thordarson Electric þar sem hann vann til ársins 1929. Það ár var fyrirséð að framundan væri kreppa á heimsvísu svo Guðni flutti til baka til Manitoba og keypti land í heimabyggð sinni. Þar stundaði hann búskap.
