ID: 13276
Fæðingarár : 1862
Dánarár : 1948

Jóna K Jónsdóttir Mynd VÍÆ II
Jóna Kristín Jónsdóttir fæddist í Ísafjarðarsýslu árið 1862. Dáin í Blaine, Washington árið 1948.
Maki: Sigurjón Björnsson f. á Stórabakka í Tunguhreppi í N. Múlasýslu árið 1873.
Börn: 1. Guðrún Þorbjörg f. 7. maí 1894 2. Björg Elísabet f. 28. ágúst, 18953. Björn f. 30. apríl, 1897 4. Ingibjörg Björnsdóttir var dóttir Jónu f. 1885.
Fóru vestur árið 1903 til Winnipeg. Bjuggu þar til 1909 en þá fluttu þau á land sitt í Hólabyggð. Hvíldu sig á búskap og fluttu til Winnipeg árið 1913, opnuðu þar mjólkurbú vestur af borginni og ráku með góðum árangri í tvö ár. Fluttu þá aftur á land sitt í Hólabyggð. Seldu það 1926 og fóru til Winnipeg en þaðan svo vestur til Blaine skömmu síðar.