ID: 5372
Fæðingarár : 1829
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1922
Jónas Bergmann Jónasson fæddist í Húnavatnssýslu 16. september, 1829. Dáinn 24. apríl, 1922 í Nýja Íslandi. Bergmann ættarnafn vestra.
Maki: 1) Soffía Björnsdóttir Þau skildu 2) Kristín Jóhannesdóttir f. í Húnavatnssýslu árið 1849.
Börn: Jónas átti 10 börn með sitthvorri eiginkonu. Með Soffíu 1. Björn f. 1857 2. Elínborg f. 1858 3. Jónas f. 1863 4. Guðmundur f. 25. september, 1869, d. 14. maí, 1954. Með Kristínu 1. Jóhannes f. 1873 2. Guðmundur fór ekki vestur 3. Sæunn f. 1876 4. Kristín Lilja f. 1877 5. Sigríður Salóme f. 1884 6. Sigfús f. 1885 7. Ásta Marsibil.
Þau fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og settust að í Nýja Íslandi. Námu þar land í Víðirnesbyggð og nefndu Víðirnes.
