Jónas Einarsson

ID: 5957
Fæðingarár : 1841
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1914

Jónas Einarsson og Guðrún Stefánsdóttir Mynd PaB

Jónas Einarsson fæddist 7. nóvember, 1841 í Húnavatnssýslu. Dáinn 31. ágúst, 1914 í Nýja Íslandi.

Maki: 1) Þorbjörg Gísladóttir d. 1888 2) 12. júní, 1893 í Garðar í N. Dakota Guðrún Stefánsdóttir f. 1868 í Skagafjarðarsýslu. d. 27. júní, 1931 í Árnesbyggð í N. Íslandi.

Börn: Með Þorbjörgu 1. Einar 2. Sigurlaug d. ung á Íslandi 3. Sigþrúður f. 12. janúar, 1874, d. 29. júlí, 1957 4. Hannes. Með Guðrúnu 1. Halldór Guðmann f. 18. mars, 1893 2. Jónas Sigurberg  3. Stefán 4. Ellis Ingimar f. 4. janúar, 1901 5. Ólafur Þorsteinn f. 7. mars, 1903, d. 1962 6. Jóhann Ingiberg f. 16. mars, 1909.

Jónas og Guðrún fluttu vestur til Winnipeg árið 1892 og fóru suður í Garðarbyggð í N. Dakota. Árið 1902 fluttu þau norður í Selkirk og leituðu álitlegra landnámsjarða í Nýja Íslandi, einkum í Ísafoldarbyggð. Þetta var á árum mikilla flóða í Winnipegvatni og það var ekki fyrr en 1905 að sjatnaði og Jónas gat valið sér land. Þau hófust þar handa en vatnið var erfitt og aftur flæddi 1907 0g 1908. Þau yfirgáfu byggðina og fóru vestur í Árdalsbyggð þar sem þau bjuggu stutt því Jónas keypti land í Árnesbyggð norður af Gimli og þar bjuggu þau.