Jónas Einarsson

ID: 17718
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1894
Dánarár : 1947

Jónas Einarsson Mynd VÍÆ II

Jónas Einarsson fæddist 9. október, 1894 í Kelowna í Bresku Kolumbia. Dáinn á Gimli í Manitoba 1. maí, 1947.

Maki: 1942 Kristín Burrows (Brynjólfsdóttir)

Börn: upplýsingar vantar.

Jónas var sonur Einars Jónassonar og Jónínu I Sigfúsdóttur, sem síðast bjuggu á Gimli. Hann var í kanadíska hernum í Fyrri heimstyrjöldinni 1916-19. Kominn heim, settist hann að á Gimli þar sem hann stundaði fiskveiðar en vann einnig við trésmíði. Kristín var dóttir Brynjólfs Teitssonar (Anderson) og Margrétar Guttormsdóttur.