ID: 17833
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1913

Jónas Ingiberg Kristjánsson Mynd VÍÆ II
Jónas Ingiberg Kristjánsson fæddist í Wynyard, Saskatchewan 16. september, 1913. Kristjánsson vestra eftir föðurafa sínum.
Maki: 30. október, 1948 Emma Amanda Anderson f. í Saskatchewan 28. janúar, 1916, norskur uppruni.
Börn: 1. Joan Alein f. 16. maí, 1950
Jónas var sonur Hákons Jónassonar frá Hraunkoti í S. Þingeyjarsýslu og Guðnýjar Sólmundsdóttur úr Mikley í Manitoba. Hann lauk B. Sc. prófi frá landbúnaðardeild háskólans í Saskatoon 1947. Hann var ráðinn matsmaður (property assessor) í Wynyard í nokkur ár, síðan verkstjóri við vega- og vatnsleiðslugerðir með aðsetur í þinghúsi fylkisins í Regina.