ID: 8054
Fæðingarár : 1846
Fæðingarstaður : Eyjafjarðarsýsla
Dánarár : 1926
Jónas Ólafsson var fæddur 24. janúar árið 1846 í Eyjafjarðarsýslu. Dáinn 11. október, 1926
Maki: 1. Margrét Ingjaldsdóttir f. 1851, d. í Wisconsin árið 1878 2. Katrín Magnúsdóttir f. 22. febrúar árið 1835. Dáin 3.maí, 1918
Börn: Með Margréti: 1. Sigurður f. 1874 2. Ólafur (Oliver) f. 10. mars, 1878. Með Katrínu 1. Carl f. 24. nóvember, 1884. Dáinn 10.september, 1951
Jónas og Margrét fluttu vestur árið 1873 og voru í Wisconsin. Fluttu þaðan í Lincolnbyggð í Minnesota.
Önnur kona Jónasar var Katrín Magnúsdóttir. Hún var ekkja þegar hún fór vestur til Minnesota með tvö börn sín, Sigríði og Pétur árið 1878.
