ID: 4092
Fæðingarár : 1866
Fæðingarstaður : Dalasýsla
Dánarár : 1957

Jónas Þorvarðsson og Ingibjörg Freysteinsdóttir Mynd Dm
Jónas Þorvarðsson fæddist í Dalasýslu 8. desember, 1866. Dáinn í Winnipeg 27. janúar, 1957. J. Thorvardson vestra.
Maki: 1890 Ingibjörg Freysteinsdóttir f. 26. júní, 1879 í Gullbringusýslu, d. 3. júlí, 1963 í Pine Falls, Manitoba.
Börn: 1. Kristín 2. Þorbjörg (Bertha).
Jónas flutti vestur til Winnipeg árið 1887, samferða Bergþóri bróður sínum. Jónas starfaði við eitt og annað í Winnipeg en flutti suður til Cavalier í N. Dakota nýkvæntur og þar bjuggu þau í tvö ár. Fluttu þaðan í Þingvallabyggð í Saskatchewan þar sem þau voru til ársins 1907. Þá fóru þau til Winnipeg og bjuggu þar eftir það, þar sem Jónas rak matvöruverslun í fjöldamörg ár.
