Jónatan Halldórsson

ID: 5352
Fæðingarár : 1830
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1916

Jónatan Halldórsson fæddist árið 1830 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Saskatchewan 29. október, 1916.

Maki: Elín Magnúsdóttir f. 1831 í Húnavatnssýslu.

Börn: 1. Hólmfríður f. 14. desember, 1861 2. Jóhannes f. 15. september, 1863 3. Sigurrós f. 15. september, 1863 (tvíburi) 4. Guðrún f. 1865, d. úr bólusótt í Nýja Íslandi 23. desember, 1876 5. Halldór f. 19. febrúar, 1873.

Þau fluttu vestur til Kinmount í Ontario árið 1874 en fluttu þaðan til Nýja Íslands haustið 1875.  Þaðan lá leiðin til Hallson í N. Dakota þar sem þau bjuggu til ársins 1905 en þá námu þau land í Vatnabyggð í Saskatchewan nálægt Wynyard. Þau flutt af landi þessu árið 1911 og komu sér vel fyrir í Wynyard.