Jónbjörn Gíslason

ID: 20597
Fæðingarár : 1879
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1969

Jónbjörn Gíslason Mynd VÍÆ III

Jónbjörn Gíslason fæddist í Húnavatnssýslu 22. júlí, 1879. Dáinn á Akureyri 29. október, 1969

Maki: 3. nóvember, 1903 Ingibjörg Lárusdóttir f. 18. júní, 1878 í Eyjafjarðarsýslu, d. 16. maí, 1956 á Íslandi. Fór aldrei vestur,  þau skildu.

Börn: 1. Gísli f. 4. mars, 1904, d. 1922 2. Jónbjörg Judith f. 10. desember, 1906.

Jónbjörn starfaði í nokkur ár í Reykjavík en flutti vestur einsamall árið 1925. Vann fyrsta árið í Selkirk en flutti þaðan ári síðar til Winnipeg og var múrari. Hann hafði áhuga á málefnum landa sinna í Vesturheimi og skrifaði fáeinar greinar um þjóðfélagsmál, sem birtust í Lögbergi og Heimskringlu. Hann flutti til baka árið 1956 og bjó hjá dóttur sinni til ársins 1962, fór þá vestur í eitt ár.