Jónína Á Hallgrímsdóttir

ID: 19471
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1891
Fæðingarstaður : Duluth

Jónína og Hardy Mynd RbQ

Jónína Ágústa Hallgrímsdóttir fæddist í Duluth í Minnesota 23. ágúst, 1891. Dáin í Betel á Gimli árið 1969. Backman og seinna Talman vestra

Maki: Hardy Tallmann f. 1886, af kanadískum ættum.

Börn: 1. Richard f. 1910 2. Gordon f. 1912 3. Lillian f. 1913 4. Stanley f. 1914.

Jónína flutti með foreldrum sínum frá Minnesota til Selkirk í Manitoba árið 1892. Seinna var hún tekin í fóstur af systur sinni, Helgu Margréti sem þá bjó í Vatnabyggð í Saskatchewan.  Hardy fór vestur í Vatnabyggð með afa sínum, Esley Hardy Tallman árið 1904 og námu báðir land í Kandahar/Dafoe byggð. Þar byggði Hardy bjálkakofa sem hann bjó í. Land Eiríks Ólafssonar var næst landi Hardy og svo æxlaðist að Jónína var send til systur sinnar, Helgu, konu Eiríks. Veturinn 1908/1909 tóku Eiríkur og Helga eftir því aðenginn reykur kom upp um strompinn á kofa Hardy 3 daga í röð og því fór Eiríkur til að kanna málið. Fann hann þar Hardy nær dauða en lífi, bar hann heim í hús og þar var honum borgið. Jónína annaðist sjúklinginn hvað mest og lauk umönnuninni með hjónabandi.