Jónína Solveig Brynjólfsdóttir fæddist í Mýrasýslu 18. ágúst, 1858. Dáin á Point Roberts, 18. maí, 1926.
Maki: 1) Ámundi Gíslason f. í Borgarfjarðarsýslu árið 1855, d. í Nýja Íslandi 7. júní, 1903 2) Sigurður Sigurðsson Mýrdal f. 15. nóvember, 1844
Börn: Með Ámunda: 1. Vilborg f. 1884 2. Brynjólfur f. 1885 3. Þórarinn Hjörtur f. 29. júlí, 1889 4. Ágúst.
Ámundi og Jónína fluttu vestur til Winnipeg í Manitoba árið 1887 og þaðan til Nýja Íslands. Þau bjuggu í Mikley. Sigurður flutti vestur árið 1876 með fyrri konu sem lést árið 1912. Þau voru í Manitoba og N. Dakota áður en þau fóru vestur til Victoria í Bresku Kólumbíu árið 1887 og bjuggu þar um hríð en fluttu svo þaðan árið 1894 á Point Robert skagann í Washingtonríki. Voru þar einhver ár en sneru aftur til Victoria. Sigurður flutti svo árið 1914 á Point Roberts skagann og bjó þar til æviloka. Jónína flutti vestur árið 1887 með manni sínum, Ámunda Gíslasyni. Þau settust að í Nýja Íslandi. Trúlega hefur Jónína þekkt fólk vestur við Kyrrahaf og farið þangað einhvern tíma eftir að Ámundi féll frá.
