Jónína Eiríksdóttir

ID: 19809
Fædd(ur) vestra
Fæðingarár : 1906
Fæðingarstaður : Manitoba

Jónína Eiríksdóttir Mynd VÍÆ III

Jónína Eiríksdóttir fæddist í Manitoba 16. febrúar, 1906. Summers vestra.

Ógift og barnlaus.

Jónína var dóttir Eiríks Sumarliðasonar og Þorbjargar Jónsdóttur. Hún ólst upp hjá Snæbirni Anderson (Andréssyni) og konu hans Kristínu. Jónína lauk kennaraprófi í Winnipeg og kenndi þar í 15 ár. Árið 1946 flutti hún til Kaliforníu og lauk þar B.A prófi fra Whittier College og M.A. prófi frá Long Beach State College.  Kenndi eftir það í skólum í Kaliforníu.