
Jónína Guðlaug Mynd VÍÆ IV
Jónína Guðlaug Halldórsdóttir fæddist í Hallsonbyggð í N. Dakota 7. febrúar, 1903. Ninna Stevens í hjónabandi
Maki: 1. júlí, 1922 Guðbjartur (Gudbert) Marshall Stevens f. í Winnipeg 26. mars, 1897.
Barnlaus.
Jónína var dóttir Halldórs Björns Jónssonar (Johnson vestra) og Ingibjargar Hansen. Móðir Jónínu lést 1913 í Blaine og ólst Jónína upp hjá móðurforeldrum sínum, þeim Pétri Hansen og Guðlaugu Jónsdóttur í Blaine. Foreldrar Jónínu voru söngelsk og léku á hljóðfæri. Þetta hafði áhrif á Jónínu og snemma byrjaði hún að syngja. Hún fékk tilsögn hjá góðum kennurum og vakti ung athygli þegar hún söng á ýmsum skemmtunum Íslendinga í Blaine. Hún kom fram víða um æfina og söng oft í útvarpi. Guðbjartur var sonur Jóns Stefánssonar (John Stevens) og Jórunnar Ásmundsdóttur.
