Jónína Guðnadóttir

ID: 11944
Fæðingarár : 1886

Jónína Guðnadóttir fæddist í N.Múlasýslu 3. október, 1885.

Maki: 9. júní, 1908 Haraldur Davíðsson f. 10. nóvember, 1884 í Húnavatnssýslu.

Börn: 1. Aðalheiður f. 3. maí, 1909 2. Halldóra María f. 18. ágúst, 1910 3. Davíð Hermann f. 3. maí, 1923.

Jónína flutti vestur með foreldrum sínum, Guðna Jónssyni og Jakobínu Sigurðardóttur árið 1888. Þau settust að í Argylebyggð í Manitoba en dóu bæði fáeinum árum síðar. Jónína ólst upp í Baldur og bjó þar lengstum. Haraldur var sonur Davíðs Jónassonar og Ragnhildar Friðriku Jónsdóttur, sem líka fluttu vestur til Manitoba árið 1888 og bjuggu í Winnipeg. Eftir herþjónustu árin 1916-1919 gerðist Haraldur húsamálari í Baldur.