
Jónína Jónsdóttir Mynd VÍÆ IV

Sigurður Einarsson Mynd VÍÆ IV
Jónína Margrét Jónsdóttir fæddist 11. september, 1883 í Rangárvallasýslu. Dáin 15. september, 1957 í Manitoba
Maki: Sigurður Einarsson f. 16. nóvember, 1878 í Reykjavík. Dáinn 1971.
Börn: 1. Jón f. 31. október, 1907 á Gimli 2. Lilja Septíma f. 18. janúar, 1909 í Winnipeg. Dáin 11. ágúst, 1928 3. Einar f. 25. desember, 1910 á Gimli 4. Matthías f. 1. janúar, 1913 á Gimli 5. Margrét Sólrún f. 20. júlí, 1921 í Hilbre, Manitoba.
Jónína fór til Vesturheims árið 1886 með foreldrum sínum, Jóni Björnssyni og Sólrúnu Jónsdóttur. Sigurður flutti vestur frá Akureyri árið 1903, samferða föður sínum, Einari Sveinssyni. Móðir hans, Málfríður Sigurðardóttir fór vestur árið 1905 með önnur börn þeirra. Jónína og Sigurður bjuggu víða í Manitoba.
