Jónína Jónsdóttir fæddist 29. nóvember, 1872 í Mýrasýslu.
Maki: 30. júní, 1903 Pétur Hjálmsson f. 15. maí, 1863 í Þverárhlíð í Mýrasýslu. Dáinn 30. janúar, 1950 í Innisfail í Alberta. Rev. Petur Hjalmsson vestra.
Barnlaus.
Pétur var sonur Hjálms Péturssonar alþingismanns og Helgu Árnadóttur. Hann útskrifaðist frá Prestaskólanum í Reykjavík árið 1895 og fór hann vestur um haf ásamt Jónínu árið 1899. Þau voru í Winnipeg fyrsta árið, hún fór til Duluth í Minnesota þar sem hún var til ársloka 1902, sneri þá aftur til Winnipeg. Þau fluttu til Chicago í janúar 1903 þar sem Pétur fór í framhaldsnám, var svo vígður prestur þar 21. júní, 1903. Á næstu árum þjónaði Pétur prestlausum söfnuðum í Kanada, settist svo að í Markerville í Alberta þar sem hann þjónaði. Þar var hann jafnframt með búskap. Síðustu 18 ár ævinnar var hann blindur. Jónína vann við saumaskap og í Alberta var hún ritari Vonarinnar, íslenska kvenfélagsins í byggðinni.
