Jórunn Pálsdóttir

ID: 5584
Fæðingarár : 1861
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla

Jórunn Pálsdóttir Mynd VÍÆ II

Jórunn Pálsdóttir fæddist 29. desember, 1861 í Húnavatnssýslu. Dáin í Ontario 7. januar 1915.

Maki: Jakob Einarsson fæddist í S. Þingeyjarsýslu 16. nóvember, 1865, d. í Muskoka í Ontario 29. desember, 1933.

Börn: 1. Bjarni f. 12. janúar, 1889 2. Guðrún f. 26. febrúar, 1890 3. Páll f. 7. maí, 1891, d. af slysförum 15. júlí, 1903 4. Einar f. 17. nóvember, 1892, d. 8. janúar, 1942 5. Jakobína (Bena) f. 28. september, 1894 6. Aldís Anna f. 26. september, 1898, d. 4. febrúar, 1958 7. Gíslína Elín f. 12. júlí, 1900 8. Fríða Kolfinna f. 20. febrúar, 1907.

Jórunn flutti vestur árið 1887 með föður sínum, Páli Snæbjarnarsyni og Solveigu systur sinni. Þau settust að í Muskoka byggð í Ontario. Jakob flutti vestur til Ontario í Kanada árið 1878 með móður sinni, Maríu Magnúsdóttur og systur sinni Arnbjörgu. María varð ráðskona hjá Bjarna Snæbjarnarsyni í Muskokabyggð og þar ólst Jakob upp með Bjarna og tók arf eftir hann árið 1897. Jakob og Jórunn bjuggu alla tíð í Muskokabyggð.