Jósef Björnsson

ID: 5831
Fæðingarár : 1873
Dánarár : 1950

Jósef Björnsson Mynd VÍÆ 1

Jósef Björnsson fæddist að Hnausum í Húnavatnssýslu 14. nóvember, 1873. Dáinn í Winnipeg 17. apríl, 1950. Joseph Bjornsson Skaptason vestra.

Maki: 1. maí, 1901 Jóhanna Guðrún Símonardóttir f. í Nýja Íslandi 16. mars, 1878, d. í Winnipeg 13. október, 1960.

Börn: 1. Anna Guðrún Hólmfríður f. 21. mars, 1917 2. Jóhanna Guðrún f. 15. nóvember, 1919. Þau tóku í fóstur Margréti Hólmfríði Björnsdóttur f. 29. nóvember, 1902.

Jósef fór vestur til Kanada árið 1883 með foreldrum sínum, Birni Stefáni Jósefssyni og Margréti Stefánsdóttur. Jósef bjó fyrst í Winnipeg þar sem hann byrjaði ungur að vinna verslunarstörf bæði í Winnipeg og í Hnausabyggð í Nýja Íslandi. Bjó í Selkirk 1920-1932 og eftir það í Winnipeg.