Jósef Guðmundsson fæddist 15. nóvember, 1852 í Húnavatnssýslu. Dáinn í Fljótsbyggð 15. september, 1926. Goodman vestra.
Maki: 1) Guðrún Rafnsdóttir f. 26. september, 1827 í Skagafjarðarsýslu, d. 11. desember, 1886 í Winnipeg 2) 26.mars, 1887 Málfríður Rósída Guðmundsdóttir f. í Húnavatnssýslu 8. ágúst, 1859, d. 7. október, 1905 3) 20. desember, 1907 Guðrún Jóhannesdóttir f. 26. ágúst, 1858 í Dalasýslu d. á Betel í Gimli 28. mars, 1946.
Börn: Með Málfríði: 1. Alfons Kristinn f. 20. desember, 1887, dó barnungur 2. Pálína 3. Álfheiður 4. Alfons Georg Miller f. 20. janúar, 1897 5. Victor. Guðrún Rafnsdóttir átti tvö börn með fyrri manni sínum, Baldvin Hafliðasyni: 1. Guðbjörg f. 1860 2. Helga f. 1867. Guðrún Jóhannesdóttir átti börn með fyrri manni sínum, Lúðvík Jóhannessyni: 1. Jóhanna Guðríður fór ekki vestur 2. Andrés Ferdinand bjó á Íslandi 3. Gunnþór f. 4. október, 1896 4. Stefanía f. 1898 d. 3. febrúar, 1912 í Ísafoldarbyggð.
Jósef og Guðrún Rafnsdóttir fluttu vestur til Ontario í Kanada árið 1874. Þau fóru þaðan vestur til Nýja Íslands árið 1875 og settust að í Árnesbyggð. Þau fluttu til Winnipeg árið 1879 þar sem þau bjuggu næstu árin. Jósef og Málfríður bjuggu fram að aldamótum í Winnipeg en fluttu þá til Nýja Íslands og settust að í Árnesbyggð. Jósef flutti þá í Selkirk þar sem hann kynntist ekkjunni, Guðrúnu Jóhannesdóttur sem vestur fór árið 1902. Þau námu land í Mikley árið 1908, voru þar stutt og settust að í Ísafoldarbyggð. Tíu árum síðar settust þau að nærri Riverton í Fljótsbyggð.
