Jósef Jóhannesson

ID: 6329
Fæðingarár : 1876
Fæðingarstaður : Húnavatnssýsla
Dánarár : 1942

Jóhannes og Jónína Snjólaug Mynd RbQ

Jósef Jóhannesson fæddist 16. ágúst, 1876 í Húnavatnssýslu. Dáinn 6. janúar, 1942 í Vatnabyggð. Gillis vestra.

Maki: 4. janúar, 1917 í Garðar:  Jónína Snjólaug Benediktsdóttir 15. apríl, 1889 í Garðarbyggð.

Börn: 1. Emma Margrét f. 8. nóvember, 1917 2. Jósef (Joseph) f. 27. apríl, 1919 3. Clarabelle f. 16. maí, 1921 4. Benedikt Hilmar f. 11. desember, 1922 5. Valgerður Ásta f. 31. maí, 1925 6. William f. í fæðingu.

Jósef flutti vestur til Winnipeg árið 1887 með foreldrum sinum, Jóhannesi Gíslasyni og Valgerði Stefánsdóttur. Hann var með þeim í Manitoba og flutti með þeim til Duluth í Minnesota árið 1892. Þar skráði hann sig í bandaríska sjóherinn árið 1897 en var útskráður árið 1904. Hann settist að í Winnipeg og gerðist þar lögreglumaður í fáein ár áður em hann flutti í Garðarbyggð í N. Dakota. Hann og Jónína fluttu til Wynyard í Saskatchewan árið 1920 en þar skammt frá bjó þá Magnús, bróðir Jósefs. Þar nam Jósef land og bjó alla tíð. Jónína Snjólaug var dóttir Benedikts Jóhannessonar og fyrri konu hans, Ástu Sæmundsdóttur. Jónína flutti til Winnipeg árið 1943 og bjó þar með Ingibjörgu systur sinni og Valgerði, dóttur sinni.