ID: 3867
Fæðingarár : 1865
Fæðingarstaður : Snæfellsnessýsla
Dánarár : 1951
Jósefína Marta Bjarnadóttir fæddist 7. ágúst, 1865 í Snæfellsnessýslu, d. 24. október, 1951. Martha Borgford vestra.
Maki: Jón Jóhannsson fæddist í Dalasýslu 26. júlí, 1867. Dáinn í Saskatchewan 16. júní, 1938. John Borgford vestra.
Börn: 1. Ethel f. 1893 2. Málmfríður Guðbjörg f. 10. apríl, 1900 3. Kristín Þorgerður f. 1904.
Jón flutti vestur til Manitoba árið 1876 með foreldrum sínum, Jóhanni Jóhannessyni og Málfríði Jónsdóttur. Þau settust að í Nýja Íslandi en setjast svo að í Vatnabyggð í Saskatchewan eftir aldamót. Jósefína flutti vestur til Manitoba árið 1881. Jón var með foreldrum sínum í Nýja Íslandi en árið 1906 býr hann í Humboldt í Saskatchewan með konu og börn. Flytur þaðan austur í Vatnabyggð og settist að austur af Elfros.
